Sophie og Martin í Frakklandi komu í heimsókn en þau eiga eina meri hjá okkur í fóðrun ásamt folaldi undan henni. Sophie fékk að prófa húsbóndastólinn og tók hún sig vel út í honum. Ekki reyndi hún hallarbyltingu og efa ég það ekki að henni færist það vel úr hendi.