Það getur alltaf hent að hross slasi sig og Hrund lenti í því að fá smá skurð fyrir aftan bóg. Við fengum Guðmund dýralækni á Hellu til að koma og sauma sárið saman. Hann saumaði það af mikilli nákvæmni og á saumurinn ekki eftir að sjást í framtíðinni. Hrund fær svo frí í nokkrar vikur, áður en hægt verður að byrja að þjálfa hana aftur.