En halda merar áfram að kasta og í dag köstuðu tvær merar. Fyrst kastaði Kolbrún. Hún kom með rauðstjörnóttan hest undan Sveini-Hervar. Folaldið er fallegt og sérlega háfætt svona nýkastað. Þá kastaði Nös líka og hún kom með brúna hryssu undan Blæ frá Miðsitju. Það er einnig fallegt og hreyfir sig vel.