Merar eru farnar að tínast inn sem eru á húsnotkun hjá Forseta. Þetta er töluverð vinna að tékka á merunum og halda þeim sem eru tilbúnar en það sem léttir starfið er að Forseti er einstaklega auðveldur, meðfærilegur og fljótur til og lætur ekki bíða eftir sér.