Við fáum sendar myndir af Draum undan Kolbrúnu og Spuna öðru hvoru en hann er stóðhestur í Svíþjóð. Hann þróast vel og er einstaklega fallegur. Draumur sýndi einstaka geðprýði þegar að hann var hér heima og var það gaman að spjalla við hann. Stabíll og rólegur með flottar hreyfingar.