Hreyfill tók þátt í sinni fyrstu B-flokks keppni á opnu Gæðingamóti Sleipnis og stóð sig frábærlega. Eftir forkeppni var hann efstur með einkunn 8,73 og á sunnudeginum í úrslitunum gerði hann sér lítið fyrir og sigraði með einkunn 8,97. Frábær árangur á sterku móti og á móti sterkum hestum.