4 geitur báru í vor og gekk það vel. Kynjahlutvöllin voru að vísu óhagstæð, en af 6 fæddum kiðum var bara ein huðna. Kiðlingarnir vekja alltaf lukku af smáfólkinu sem kemur í heimsókn enda allt öðruvísi heldur en lömb, strax spök og koma hlaupandi ef einhver kemur.