Ættleggur Eiríks afa og Kristrúnar ömmu í Vorsabæ hélt ættarmót í Brautarholti um seinustu helgi. Fólk hittist eftir hádegi í kirkjugarðinum á Ólafsvöllum og vitjaði leiða forfeðranna og þar á eftir var farið að Brautarholti. Á tjaldsvæðinu var farið í leiki og svo um kvöldið var grillað og sprellað áfram.