Sigurbjörg Bár og Baka. 12. april.

Sigurbjörg Bára hefur verið að æfa sig í að leggja hest til skeiðs og hefur hún góða hryssu til þess, en það er hún Baka frá Bár. Böku fengum við hjá Tryggva í Bár sem folald og hefur hún verið notuð sem reiðhross hér á bænum og hún hefur líka átt 2 folöld sem nú eru 3ja og 4ra vetra. Baka er lista hross og mikið vökur, en hún er orðin 15 vetra gömul.