Hreyfill og Siggi Óli í Ingólfshöllinni. 27.april.

Hreyfill og Siggi Óli mættu í Ingólfshöllina á sýninguna Ræktun 2014. Tókst sýningin vel og undirstrikaði Hreyfill vel dóminn sem hann fékk í fyrra á Selfossi. Hreyfill er kattmjúkur, viljugur og fasmikill klárhestur og hlökkum við til að sjá öll folöldin sem fæðast undan honum í sumar en þau verða 9 hér á bæ. Við eigum líka nokkur tryppi og það elsta verður hægt að byrja að temja næsta vetur.