Firmakeppni Smára. 2. maí.

 

Í gær var Firmakeppni Smára haldin á Flúðum í einstakri veðurblíðu. Góð þátttaka var í öllum greinum og góður hestakostur. Sigurbjörg Bára keppti í ungmennaflokki á Fagra-Blakk og lenti í 1.sæti. Fagri-Blakkur er 6 vetra undan Nös og Forseta og ræktaður af bróður hennar Jóni Emil en þau eiga hann saman. Þess má geta að í fyrra þá vann Sigurbjörg Bára einnig Ungmennaflokkinn og þá var hún á alsystur Fagra-Blakks sem heitir Fjöður. Og fyrir 3 árum þá vann hún einnig og þá var hún á Forseta sjálfum föður Fagra-Blakks og Fjaðrar. Í gær keppti Sigurbjörg Bára einnig í 150 m. skeiði og var þá á Böku frá Bár. Keppendur voru 4 og lenti hún í neðsta sæti en Baka lá bara 1 sprett hjá henni.

Firmakeppni Smára 13 14