Ferðaþjónustan

Það er búið að koma mikið af gestum í heimsókn til að skoða dýrin á bænum. Flestir koma í kringum sauðburðinn og fá að sjá nýfædd lömb og kiðlinga. Þá erum við einnig með nýfædd folaöd sem þau fá að sjá . . . Meira / More

Danmerkurferð í ágúst.

Við skruppum til Danmerkur í vikutíma til að vera við brúðkaup Sigga ( hann er bróðir Stefaniu) og Tinnu. Þau búa stutt frá Nyborg á Fjóni. . . . Meira / More

Folöld fædd 2014.

Nú eru öll folöldin komin og hér fyrir neðan eru myndir af þeim. . . . Meira / More

Gæðingamót Smára 19. júlí.

Gæðingamót Smára. Við létum okkur ekki vanta á Gæðaingamót Smára frekar en fyrri daginn. Ágætis skráning var og góðir hestar. . . . Meira / More

Blossi á LM.

Sigurbjörg og Blossi hafa nú lokið sinni keppni á LM. Stóðu þau sig stórkostlega og lentu í 14. sæti með einkunn 8,40. Í forkeppni fengu þau 8,38 og í miliriðli fengu þau 8,39 . . . Meira / More

Hreyfill sýndur á LM.3.júlí.

Í gær var Hreyfill sýndur á Landsmótinu og tókst það vel. Hann hélt að vísu ekki alveg einkununum frá því í vor . . . Meira / More

Stóðhesturinn Vitnir settur út á grös.

Ég náði flottum myndum af Vitni er við slepptum honum út á grös. Hann hentist um á þessu víga brokki og var heldur kátur með að komast á græn grösin. Vitnir er 3ja vetra og verður taminn næsta haust og verður gaman að sjá hvernig hann tekur því. . . . Meira / More

Sigurbjörg Bára fjallkona á 17. skemmtun í Árnesi.

Sigurbjörg Bára var beðin um að vera Fjallkona á 17. júní-skemmtuninni sem haldin var í Árnesi í þetta skiptið. . . . Meira / More

Sigurbjörg Bára og Blossi fóru í úrtöku á Hellu. 8. júní.

Sigurbjörg Bára fór með Blossa í úrtöku á Hellu um helgina. Það gekk vel og fengu þau 8,31. Það verða margir sterkir hestar sem eiga eftir að keppa í hennar aldurflokki. Svo nú verður að taka á því og æfa vel fram að Landsmóti. . . . Meira / More

Sauðburði lokið. 30.maí.

Sauðburðurði er lokið og gekk að mestu leiti vel. Ærnar fóru frekar rólega af stað en svo varð breyting á því og demdu þær lömbunum úr sér á aðeins nokkrum dögum. . . . Meira / More

Hreyfill sýndur í kynbótadómi. 25. maí.

Hreyfill var sýndur í kynbótadómi í síðustu viku og tókst það frábærlega. Hann fékk 8,50 fyrir byggingu og 8,56 fyrir hæfileika, samanlagt 8,54. Það gerir hann að einum af hæst dæmdu klárhestum í heiminum . . . Meira / More

Nú eru allar geiturnar bornar. 3. maí.

Nú eru allar geiturnar bornar.. Það voru 3 geitur sem báru og áttu þær 4 kið samtals. Kiðlingarnir eru voða litlir og sætir svona nýfæddir og mikið gæfir. Krakkar eru mikið hrifnir af kiðlingunum og þegar að við fáum hópa í heimsókn þá eru allir krakkar æstir í að fá að halda á þeim. . . . Meira / More

Firmakeppni Smára. 2. maí.

Í gær var Firmakeppni Smára haldin á Flúðum í einstakri veðurblíðu. Góð þátttaka var í öllum greinum og góður hestakostur. . . . Meira / More

Hreyfill og Siggi Óli í Ingólfshöllinni. 27.april.

Hreyfill og Siggi Óli mættu í Ingólfshöllina á sýninguna Ræktun 2014. Tókst sýningin vel og undirstrikaði Hreyfill vel dóminn sem hann fékk í fyrra á Selfossi. . . . Meira / More

Nú er Uppsveitardeild Geysis lokið. 26.april.

Nú er Uppsveitardeild Geysis lokið og gekk okkar liði all vel. Seinasta kvöldið var tölt og skeið. . . . Meira / More

Birnir Snær í Páskaheimsókn. 22. april.

Birnir Snær dvaldi hjá okkur um páskana og var mikið duglegur. Hann hjálpaði okkur að gefa skepnunum og best þótti honum að fara með afa í traktorinn þegar hann var að setja inn rúllur. . . . Meira / More

Sigurbjörg Bár og Baka. 12. april.

Sigurbjörg Bára hefur verið að æfa sig í að leggja hest til skeiðs og hefur hún góða hryssu til þess, en það er hún Baka frá Bár. . . . Meira / More

Hreyfing og Skör fara til nýrra eiganda. 12.ap.

Nú eru Hreyfing og Skör komnar til nýrra heimkynna en þær fóru með flugi til Svíþjóðar í gær. Leiðinda bið er búin að vera eftir flugi en upphaflega átti að vera flug til Svíþjóðar um miðjan febrúar. Nýir eigendur eru kampa kátir. . . . Meira / More

Nú erum við búin að selja stóðhestinn Draum undan Kolbrúnu og Spuna. 23. mars.

Nú erum við búin að selja stóðhestinn Draum undan Kolbrúnu og Spuna. Hann verður 2 vetra í vor. . . . Meira / More

Sigurbjörg er heima sem stendur út af verkfalli framhaldsskólakennara og temur af fullu. 22.mars.

Sigurbjörg er heima sem stendur út af verkfalli framhaldsskólakennara og temur af fullu. Hún er nú ekkert óánægð með það. . . . Meira / More