|
|||||||||||||||||
Snerpa var sýnd 5 vetra gömul á Landsmóti á Hellu 2004. Hún hlaut 8,18 fyrir byggingu og 8,13 fyrir hæfileika. Aðaleinkunn var 8,15. Árið eftir var Snerpa sýnd aftur og hlaut þá 8,22 fyrir byggingu og 8,30 fyrir hæfileika. Aðaleinkunn 8,27. Þar fékk hún 8,5 fyrir háls (reistur), hófa (þykkir hælar), tölt (rúmt taktgott mjúkt), vilja og geðslag (ásækni) og 9,0 fyrir fótagerð (mikil sinaskil, öflugar sinar, þurrir) og skeið (ferðmikið).
Kynbótadómur: 8,22-8,30=8,27.
Snerpa féll frá árið 2021
Afkvæmi Snerpu:
Brúnn fæddur 2007. Faðir: Flygill frá Horni. Seldur Hans Christian Jørgensen Danmörku |
|
Brún fædd 2008. Faðir: Dugur frá Þúfu. Kynbótadómur 8,29-8,10=8,18 Seld Mari Sandberg Svíþjóð. |
|
Rauðurtvístjörnóttur fæddur 2009.
Faðir: Hágangur frá Narfastöðum. Seldur M. BARBé PIERRICK Frakklandi |
|
Brúnn fæddur 2010. Faðir: Hlekkur frá Lækjamóti. Seldur innanlands. |
|
Jörp fæddur 2011. Faðir: Stígandi frá Stóra-Hofi. Seld til Sviss. |
|
Jarpstjörnóttur fæddur 2012. Faðir:Kinnskær frá Selfossi Í eigu búsins. |
|
Jörp fædd 2013. Faðir: Stæll frá Miðkoti. Seld 2015 Margréti Á Guðjónsdóttur. |
|
Rauðblesótt fædd 2014
Faðir: Hreyfill frá Vorsabæ 2 Seld til Sviss. |
|
Rauðstjörnóttur fædd 2015.
Faðir: Hreyfill frá Vorsabæ 2 Í eigu búsins. |
|
Vindótt fædd 2020 Faðir: Bjarmi frá Vorsabæ 2 Seld til Danmerkur |
|