Nú erum við búin að selja stóðhestinn Draum undan Kolbrúnu og Spuna. 23. mars.

Nú erum við búin að selja stóðhestinn Draum undan Kolbrúnu og Spuna. Hann verður 2 vetra í vor. Nadja Andréewitch í Svíþjóð kaupir hann af okkur en hún keypti fyrir mörgum árum einnig af okkur 2 vetra hest sem heitir Gljái og er svo til albróðir Draums. Hann var sammæðra Draum og faðir hans er Álfasteinn sem er faðir Spuna. Nadja líkaði svo vel við Gljáa að hún vildi endilega kaupa bróður hans. Draumur ber með sér góðan þokka, yfirvegaður og hreyfir sig glæsilega.

Draumur 2 14 Draumur 13 14
Draumur 16 14